Sameiningarmál

26.1.2018

Samstarfsnefnd vegna sameiningar Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps hefur lokið störfum.  Nefndin er sammála um að viðræður sem staðið hafa yfir frá því um mitt ár 2016 hafi verið lærdómsríkar og aukið skilning milli sveitarfélaganna varðandi stjórnsýslu, stöðu og fyrirkomulag hinna ýmsu málaflokka innan þeirra.

Sú staða sem kom upp í landsmálum á tímabilinu með alþingiskosningum, stjórnarmyndun í kjölfarið, og þeirri óvissu sem þeim fylgdi varð til þess að ekki náðist að ljúka viðræðunum í tíma fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.  Á það sérstaklega við um ýmis áhersluverkefni sem sveitarfélögin vildu koma á laggirnar með stuðningi stjórnvalda og nýtt fyrirkomulag um stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags.  Af þessum sökum varð það samhljóða ákvörðun nefndarinnar að ljúka störfum án þess að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaganna.

Bókun nefndarinn á fundi 24. janúar er eftirfarandi:

Nefndin hefur aflað gagna og rætt um ýmsa þætti er tengjast mögulegri sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Í ljósi þessara gagna og umræðna innan nefndarinnar samþykkir nefndin hér með að ljúka störfum án þessa að skila formlegu áliti um mögulega sameiningu sveitarfélaganna.