• Sveitarfélagið Hornafjörður

Samningar AFLs og sveitarfélagsins

27.9.2024

Samningar á milli sveitarfélagsins og AFLs starfsgreinafélags hafa nú verið undirritaðir

Sveitarfélagið Hornafjörður og AFL starfsgreinafélag hafa nú undirritað samning og er því ánægjulegt að fyrirhuguðu verkfalli sé aflýst og að aðilar gangi sáttir frá borði.

Samið var um sólarlagsákvæði á þau sérákvæði sem ágreiningur var um, en það er það sem sveitarfélagið bauð AFLi strax í byrjun júlí. Viðmiðunardagsetning um sólarlagsákvæði verður hins vegar 1. september í stað 31. mars.

Kjarasamningurinn mun fara í kynningu strax eftir helgina og þá greiða félagsmenn AFLs atkvæði um hann – niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir þann 15. október.