Samúðarkveðjur frá Sveitarfélaginu Hornafirði
Í kjölfar alvarlegs slyss í Breiðamerkurjökli vill Sveitarfélagið Hornafjörður senda hugheilar kveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega atburðar.
Það er einnig rétt að ítreka þakklæti fyrir þau fumlausu viðbrögð og það ómetanlega þrekvirki sem viðbragðsaðilar unnu við afar erfiðar aðstæður. Það var alveg sama hvert var leitað, allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Samvinnan og þrautseigjan sem ríkti þessa daga var einstök og virðingarverð.
Fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurjón Andrésson Bæjarstjóri