• Frett-24.6

Sjálfsvarnarnámskeið á vegum Slagtogs

24.6.2024

Dagana 8. og 9. júní var haldið sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur af erlendum uppruna hér í sveitarfélaginu. Skráning var nokkuð góð þó ekki voru öll pláss fyllt, en námskeiðið heppnaðist gríðarlega vel. Námskeiðið var þáttakendum að kostnaðarlausu og var unnið sem samstarfsverkefni með velferðarsviði sveitarfélagsins.

Slagtog, eru femínísk félagssamtök sem sérhæfa sig í að kenna konum og hinsegin fólki sjálfvörn, bæði líkamlega og andlega, fengu styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og nýttu styrkinn til þess að ferðast út á land og kenna konum í bæjarfélögum á landsbyggðinni.

Vonandi er þetta ekki í síðasta skipti sem við fáum Slagtog til okkar og þökkum við þeim aftur fyrir þessa frábæru og fróðlegu fræðslu. Áhugasöm geta skoðað verkefni Slagtogs betur á vefsíðu þeirra hér: https://slagtog.org/.

Frett-24.6