Skólahald í veðurviðvörun
Rauð veðurviðvörun er í kvöld 5. febrúar. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talverðri úrkomu í kvöld og fram eftir nóttu en hlýindum. Í nótt breytist viðvörunin í appelsínugula. Möguleiki er á rauðri viðvörun aftur um tíma eftir hádegi á morgun.
Vegna veðurspár fellur skólaakstur niður á morgun en skólar verða með eðlilega starfsemi eins og hægt er. Vegna óvissu með veður eftir hádegi á morgun eru allir foreldrar beðnir um að fylgjast með og vera tilbúnir að sækja börn í skólann þegar honum lýkur ef verstu spár ganga eftir.
Ef veður verður verra en gert er ráð fyrir núna gæti orðið breyting á skólahaldi og eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með tölvupósti frá skólanum.