Skuggakosningar
Ungmennaráð Hornafjarðar mun standa fyrir skuggakosningum í aðdraganda forsetakosninga 1. júní.
Grein frá Formanni Ungmennaráðs
Skuggakosningar eru sýndarkosningar sem eru ýmist haldnar í aðdraganda almennra kosninga, til dæmis kosninga til þings eða sveitarstjórnar, eða á miðju kjörtímabili. Við framkvæmd þeirra er reynt eftir fremsta megni að líkja eftir almennum kosningum, t.a.m. með kosningalögum, kjörseðlum, kjörklefum og kjörstjórnum. Atkvæðin í skuggakosningum eru ekki talin með í almennum kosningum og geta niðurstöður verið frábrugðnar því sem fást í almennum kosningum. Markmið skuggakosninga er að auka þátttöku ungs fólks í almennum kosningum, hvetja það til að taka upplýsta ákvörðun og stuðla að aukinni virkri borgaralegri þátttöku.
Fylgist með.
Bestu kveðjur Sigursteinn Ingvar