Skuggakosningar

27.11.2024

Ungmennaráð Hornafjarðar stendur fyrir skuggakosningum í tengslum við Alþingiskosningarnar á laugardag og var kynningarfundur framboða haldinn í Nýheimum í dag. Þangað mættu fulltrúar nánast allra flokka og var margt um manninn og fleiri spurningar bornar upp en tími gafst til að svara.

Markmiðið með skuggakosningunum er að efla vitund ungmenna á lýðræði og um leið áhuga þeirra á kosningum en einnig er gaman að sjá hvað unga fólkið okkar vill því framtíðin er jú þeirra.

Öllum krökkum á aldrinum 13 - 18 ára gefst færi á að kjósa og verða kjörstaðir tveir.
16 - 18 ára kjósa í Nýheimum dagana 28. og 29. nóvember frá 12:15 - 13:00.
13 - 16 ára kjósa í Þrykkjunni sömu daga kl 12:30 - 13:00.

Kjörstaður í Þrykkjunni verður einnig opinn föstudaginn 29. nóvember frá 20:00 - 21:00 og gefst þá öllum sem eiga eftir að kjósa tækifæri á að skila inn atkvæði.