Söfnun á spilliefnum og litlum raftækjum 21. - 25. október – Skráning

10.10.2024

Dagana 21. – 25. október mun Funi ehf. sækja Spilliefni og lítil raftæki í dreifbýli.

Textíll getur einnig verið sóttur á sama tíma. Þjónustan er bændum að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá sig hjá sveitarfélaginu til að nýta þjónustuna.

Þeir sem vilja að Spilliefni og lítil raftæki sé sótt til þeirra, eru beðnir um að senda nafn tengiliðs, símanúmer, netfang, heimilisfang / bæjarnafn og áætlað magn úrgangs á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is eða hafa samband í síma 470-8000. Frestur til að senda inn söfnunarbeiðni rennur út sunnudaginn 20. október.

Funi hefur samband við þá sem skrá sig áður en bíllinn kemur í hlað, en það er mikilvægt að í förmunum sé aðeins rétt flokkað og tilbúið til að taka.

Fyrir frekari upplýsingar um söfnunina má hafa samband við afgreiðslu í síma 470-8000.