Spilliefni sótt í dreifbýli
Spilliefni verða sótt í dreifbýli samkvæmt sorphirðudagatali 26.-30. nóvember nk.
Spilliefni eru meðal annars gashylki, rafgeymar, feiti, úðabrúsar, málning, skordýraeitur, stíflueyðir og flugeldar, svo eitthvað sé nefnt (ekki tæmandi listi).
Með spilliefnunum mega einnig fara lítil raftæki, svo sem heyrnatól, handþeytarar, ljósaseríur, verkfæri og örbylgjuofnar svo eitthvað sé nefnt (ekki tæmandi listi).
Vinsamlega hafið samband við Einar hjá Íslenska Gámafélaginu í síma 840-5710 sé óskað eftir þjónustunni, síðasta lagi á þriðjudaginn 24. nóvember.
Það er von starfsmanna sveitarfélagsins að sem flestir íbúar geti nýtt sér þjónustuna.
Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi
Anna Ragnarsdóttir Pedersen anna@hornafjordur.is