Staðan 18. mars vegna Covid-19
Þó nokkrir í sóttkví í Sveitarfélaginu Hornafjörður og eitt staðfest Covid-19 smit í Öræfunum. Viðkomandi komin í einangrun.
Niðurstöður sýnatöku komu í morgun og sýndu að fyrsta staðfesta smitið er komið í Sveitarfélagið Hornafjörð. Er það einstaklingur búsettur í Öræfunum. Hefur hann nú þegar verið settur í einangrun og er smitrakningarteymið komið af stað í greiningarvinnuna.
Einstaklingum fjölgar í sóttkví vegna breytinga skilgreiningu hættusvæða. Þegar þetta er skrifað er verið að vinna í að uppfæra fjölda þeirra einstaklinga miðað við nýju reglurnar.
Góðu fréttirnar eru að það hægir á útbreiðslunni verulega. 50% allra smita eru að greinast hjá þeim sem eru í sóttkví og eru því ekki að smita áfram í kringum sig. Þetta sýnir okkur að sóttkví er sterkt vopn í að takmarka útbreiðslu Covid-19 faraldursins.
Okkar sterkasta vopn gegn Covid er handþvottur með sápu og sprittun í kjölfarið. Við sjálf erum besta sóttvörnin gegn útbreiðslu veirunnar. Öll erum við að standa okkur mjög vel í því að fylgja leiðbeiningum Landlæknis og vinna saman í að hamla útbreiðslu faraldursins. Það er magnað að upplifa samstöðu allra þvert á allt sveitarfélagið og um land allt. Eiga allir mikið hrós skilið og klapp á bakið.