Staðsetning á nýju íþróttahúsi
Frá því í febrúar hefur verið starfræktur stýrihópur á vegum sveitarfélagsins um byggingu nýs íþróttahúss á Höfn. Hlutverk stýrihópsins er að leiða hönnun og byggingu hússins, leita hagkvæmustu og bestu lausna og eiga víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Stýrihópurinn hefur fengið til liðs við sig ráðgjafa og arkitekt og megin viðfangsefnið á þessum tímapunkti er að ákveða staðsetningu á húsinu. Horft er til tveggja staðsetninga, annar vegar viðbyggingar við gamla húsið með millibyggingu yfir í sundlaugina og hins vegar stakstæðs hús á „gamla malarvellinum“. Inn á heimasíðu sveitarfélagsins er hægt að skoða frumteikningar að hvorri staðsetningu fyrir sig og er fólk hvatt til að kynna sér þær. Hafi fólk ábendingar eða athugasemdir varðandi tillögurnar þá er það hvatt til að koma þeim áfram og senda á netfangið thorgunnur@hornafjordur.is