Starfsemi sveitarfélagsins skert vegna Covid 19
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld 14.1.2022. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2016 og síðar verða þar undanskilin. Reglan á við í opinberum rýmum eða einkarýmum, innan- og utandyra.
Sveitarfélagið Hornafjörður þarf að bregðast við ástandinu og grípur nú aðgerða í samræmi við það sem áður hefur verið gert miðað við núgildandi reglugerð um sóttvarnir.
Eftirfarandi aðgerðir verður viðhaldið af hálfu sveitarfélagsins til þess að draga úr fjölda smita og vernda áhættuhópa til 2. febrúar n.k. á meðan reglugerðin er í gildi.
- Afgreiðsla í Ráðhúsi sveitarfélagsins er opin en lokað er á efri hæðir í ráðhúsi. Ef óskað er eftir viðtali við starfsmenn þarf að panta viðtal með því að hringja í 470 8000, senda tölvupóst á viðkomandi starfsmann eða á afgreidsla@hornafjordur.is. Bendum einnig á íbúagátt sem nýta má til að senda erindi.
- Um skólastarf fer eftir reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
- Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar eru opnar með takmörkun sem nemur helmings fjölda af leyfilegum hámarksfjölda gesta skv. starfsleyfi.
- Íþróttastarf verður heimilað en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur sérsamböndum reglur. Keppni er heimiluð en ekki áhorfendur.
- Heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili og aðrar sambærilegar stofnanir eru almennt undanþegnar ákvæðum reglugerðar og á það við um Ekruna og Víkurbraut 24.
- Söfn mega vera opin ekki fleiri en 10 manns mega koma þar inn í einu.
- Grímuskylda er og nándarreglan verður áfram tveir metrar.
Virðum þessar takmarkanir til að draga úr áhættu að faraldurinn gjósi upp og hugum að persónubundnum sóttvörnum.