Startup Orkídea
Þann 24. janúar rennur út umsóknarfrestur fyrir frumkvöðla og aðra hugmyndasmiði í viðskiptahraðalinn Startup Orkídea.
Startup Orkídea er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Orkídeu. Umsjón með framkvæmd verkefnisins er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára aðstoðað frumkvöðla við að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. Icelandic Startups starfar náið með frumkvöðlum, háskólum, fjárfestum, atvinnulífinu, hagsmunasamtökum og hinu opinbera að því að efla frumkvöðlastarf og byggja upp nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
Icelandic Startups og Orkídea standa fyrir hraðlinum Startup Orkídea. Startup Orkídea er viðskiptahraðall þar sem einblínt verður á verkefni í hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Hraðlinum er ætlað greiða veg nýstárlegra tækifæra og lausna og hraða þannig ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskipti taka að blómstra. Allt að fimm teymi verða valin til þátttöku í vönduðu umsóknarferli. Þau verkefni sem verða valin fá kost á að þróa viðskiptahugmyndir sínar undir handleiðslu reyndra sérfræðinga og fjárfesta.
Orkedía er samstarfsverkefni SASS, Landsvirkjunar, LbhÍ og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með aðsetur hjá skrifstofu SASS á Selfossi.