Leita eftir stuðningsfjölskyldum
Félagsþjónusta Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir eftir stuðningsfjölskyldum sem boðið geta barni inn á heimili sitt í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu eða styrkja stuðningsnet barns.
Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og barnaverndarlaga.
Hæfniskröfur:
- Reynsla, færni og áhugi á starfi með börnum og unglingum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum sem og jákvætt viðhorf til barna og unglinga.
- Umburðarlyndi og vilji til samstarfs við foreldra.
- Hreint sakavottorð.
Aðeins 20 ára og eldri koma til greina.
Umsóknum skal fylgja:
Heilbrigðisvottorð allra heimilismanna, 18 ára og eldri. Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá allra heimilismanna eldri en 15 ára (sérstakt eyðublað). Yfirlit yfir starfsferil umsækjanda, menntun og reynslu af starfi með börnum. Upplýsingar um önnur leyfi eða samkvæmt barnaverndarlögum og/eða lögum um málefni fatlaðs fólks ef við á.
Upplýsingar veitir Hildur Ýr Ómarsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi í síma 470-8085.