Sumar í Ríki Vatnajökuls – áskoranir og samvinna í ferðaþjónustu
Ríki Vatnajökuls og Sveitarfélagið Hornafjörður boða til fundar um ferðamál í Nýheimum mánudaginn 18. maí nk. kl. 19:00 þar sem málefni félagsins verða rædd fyrir hlé og í beinu framhaldi kl. 20:00 boðar Sveitarfélagið Hornafjörður ferðaþjónustuaðila til samtals um sameinaða krafta að sterkari áfangastað 2020.
Fundinum verður streymt á youtube á https://youtu.be/8yDnswR9TWg einnig er hægt að senda inn spurningar á slido.com kóði á viðburðinn er #55570.
Dagskrá:
1. Markaðsmál
Ferðamálastofa - Brandenburg
Markaðsstofa Suðurlands
Pakkahugmyndir fyrir fyrirtækin
Faghópur og starfshópur
Dreifing bæklinga
2. Vefsíða Ríkis Vatnajökuls
3. Fjármál félagsins
Markaðs- og kynningargjöld 2020
Samningur við sveitarfélagið
Hlé
4. Samtal ferðaþjónustunnar og sveitarfélagsins
Samantekt á ferðaþjónustu sem verður í boði í sumar
Sýn ferðaþjónustunnar á árangursríka markaðssetningu
Sýn ferðaþjónustunnar á árangursríkt samstarf á milli atvinnugreinarinnar og sveitarfélagsins
Annað
5. Umræður og fundarlok
Til að virða tveggja metra regluna þarf að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á netfangið olga@visitvatnajokull.is
Fundurinn er öllum opinn og verður einnig sendur út á Youtube fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hornafjordur.is, þegar nær dregur fundi.