Sumarfrístund

25.5.2022

Það sem er í boði fyrir börn og ungmenni í sumar

Sumrinu fylgja breytingar á högum flestra fjölskyldna, skólum lýkur og við tekur sumarið með allskonar skemmtilegum áskorunum og tækifærum. Í sveitarfélaginu bjóða ýmsir aðilar upp á fjölbreytta afþreyingu og fyrir börn og ungmenni og mikilvægt er að koma þeim á framfæri til fjölskyldna. Að þessu sinni gefur sveitarfélagið ekki út sumarbæklingur heldur verður hægt að fylgjast með framboði hér á heimasíðu sveitarfélagsins

Sumrinu fylgja breytingar á högum flestra fjölskyldna, skólum lýkur og við tekur sumarið með allskonar skemmtilegum áskorunum og tækifærum. Í sveitarfélaginu bjóða ýmsir aðilar upp á fjölbreytta afþreyingu og fyrir börn og ungmenni og mikilvægt er að koma þeim á framfæri til fjölskyldna. Að þessu sinni gefur sveitarfélagið ekki út sumarbæklingur heldur verður hægt að fylgjast með framboði hér á heimasíðu sveitarfélagsins . Þar verður hægt að sjá hvað börnum stendur til boða í sumar og eru aðilar sem bjóða upp á sumarstarf hvattir til að koma upplýsingum um framboð hjá sér til frístudasviðs sveitarfélagsins og þær verða strax settar inn.

Eitt af því sem boðið verður upp á eru leikjanámskeið á vegum Knattspyrnudeildar Sindra. Námskeiðin eru frá 9-12 á morgnana í allt að 6 vikur og hægt er að fá gæslu fyrir börnin milli 8 og 9. Nú ætlar Sveitarfélagið einnig að bjóða upp á gæslu frá 13-16 fyrir þau börn sem eru á leikjanámskeiðum og hafa þörf fyrir hana. Hægt verður að sækja um gæsluna um leið og sótt er um leikjanámskeið. Kostnaður við hana verður sambærilegur og kostnaður við dvöl í Kátakoti.