Sumarhúsafólk reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni
Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni.
Að gefnu tilefni vekja lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnanefndir á Suðurlandi athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan á sóttkví stendur.
- Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara út fyrir sumarhúsið nema brýna nauðsyn beri til.
- Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum, þ. á m. í matvöruverslun.
- Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga.
- Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra eða bíltúra, en gæta þarf að því að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.
Njótum þess að vera í sveitinni en fylgjum reglum og vinnum saman að því að koma í veg fyrir smit. Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi, Kjartan Þorkelsson
Formenn almannavarnanefnda á Suðurlandi:
Ágúst Sigurðsson
Ásta Stefánsdóttir
Matthildur Ásmundardóttir