Sveitarfélagið hefur yfirtekið Matarsmiðjuna

16.1.2019

Samkomulag var ritað um áframhaldandi samstarf Matís og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur Matarsmiðju á Hornafirði.

Sveitarfélagið hefur yfirtekið rekstur Matarsmiðjunnar sem hefur verið flutt af Álaleiru í húsnæði við höfnina að Heppuveg 6, í eigu Sláturfélagsins Búa. Húsnæðið er rúmgott og hentar starfseminni mjög vel. Samstarfið felur í sér að Matís lánar sveitarfélaginu tækjabúnað og er tilgangur Matarsmiðjunnar að:

  • Auka nýsköpun og starfshæfni við vinnslu og sölu matvælum.
  • Tryggja smáframleiðendum aðgengi að matarsmiðju, sem gerir þeim mögulegt að þróa og framleiða matvæli í viðundandi húsnæði og með búnað við hæfi.
  • Að auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla
  • Að efla matarhandverk á Íslandi
  • Að bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Höfn í sínum verkefnum
  • Efla þekkingu smáframleiðenda á svæðinu með fræðslu og námskeiðum

 

Starfsemi í Matarsmiðjunni er nú hafin og hefur sveitarfélagið jafnframt gert samkomulag við Nýheima þekkingasetur um að halda utan um umsýslu, pantanir og fleira er snýr að Matarsmiðjunni.

Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við Nýheima Þekkingasetur með því að senda póst á matarsmidjan@hornafjordur.is. Nýir notendur eru alltaf velkomnir.