Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í íbúaráð
Bæjarráð hvetur íbúa í dreifbýli til að gefa kost á sér til þess að starfa í íbúaráði umsóknarfrestur er til 14. maí.
Bæjarráð hefur haft undirbúning að stofnun þriggja íbúaráða og verður skiptingu þeirra háttað svona:
- Öræfi
- Suðursveit og Mýrar
- Nes og Lón
Ákveðið var að hefja vinnuna með því að óska eftir að fólk gefi sig fram til þess að taka þátt í að undirbúa formlega stofnun ráðanna í samráði við starfsfólk sveitarfélagsins.
Gjaldgengir fulltrúar í ráðin eru þeir sem eru 18 ára og eldri sem hafa lögheimili á viðkomandi svæði. Öll sem eru áhugasöm eru hvött til að gefa sig fram við starfsmenn sveitarfélagsins og bjóða fram krafta sína. Greidd verður þóknun fyrir fundarsetu fulltrúa í íbúaráðunum. Nauðsynlegt er að við val á fulltrúum í íbúaráðin verði horft til fjölbreytileika sem endurspegla samfélagið með tilliti til kynferðis, aldurs, uppruna og annarra samfélagsþátta.
Hlutverki íbúaráða:
- Íbúaráð skulu vinna að auknu íbúalýðræði innan sveitarfélagsins og eru mikilvægur samráðsvettvangur innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
- Að vera formlegur umræðuvettvangur um hagsmunahópa og þjónustu sveitarfélagsins fyrir viðkomandi svæði og stuðla að eflingu félagsauðs.
- Að vera vettvangur samráðs fyrir íbúa, félagasamtök og atvinnulífs á sínu nærsvæði og bæjarstjórnar.
- Að vera vettvangur fyrir íbúa svæðis til að vera virkir þátttakendur í allri stefnumótun Hornafjarðar innan viðkomandi svæðis.
- Íbúaráð skulu vera ráðgefandi fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins og tengja stjórnkerfið betur að íbúum og nýta þekkingu þeirra í sínu nánasta umhverfi.
- Að gera tillögur til bæjarráðs um starfsemi og þjónustu innan viðkomandi svæðis.
Tillögum og umsóknum skal skilað til Bryndísar Bjarnarson á netfangið bryndis@hornafjordur.is eða afgreidsla@hornafjordur.is fyrir 14. maí.
Staðfesting verður send viðkomandi til baka, einnig er hægt að hringja í 4708000 til að fá nánari upplýsingar.