Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir Gömlubúð til leigu

16.3.2023

Gamlabúð er vel staðsett við hið líflega hafnarsvæði á Höfn og er eitt sögufrægasta hús Hornafjarðar. Það var upphaflega byggt árið 1864 við Papós í Lóni en síðar flutt til Hafnar.

Lengst af var rekin verslun í húsinu, en síðar byggðasafn og nú síðast Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt upplýsingamiðstöð ferðamanna. Húsið býður upp á mikla möguleika og hentar vel undir fjölbreyttan rekstur. Það er á þremur hæðum og er heildarstærð þess um 300 fm. Lyfta er í húsinu og gott aðgengi fyrir alla.

Leigutaka verður heimilt að nýta húsnæðið á þann hátt sem samið verður um. Öll breyting á húsnæðinu er háð samþykki bæjarráðs og skal vera á kostnað og ábyrgð leigutaka.

Með umsókn skal fylgja greinargerð um fyrirhugaða starfsemi og rekstrarfyrirkomulag í húsinu. Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um val á leigutaka eru eftirfarandi:

  • Aukið aðdráttarafl Hafnar sem áfangastaðar
  • Áformaður leigutími
  • Endurgjald fyrir leigu húsnæðis
  • Opnunartímar
  • Reynsla og þekking viðkomandi aðila af rekstri
  • Nýting hússins með tilliti til sérstöðu þess

Athugið að vægi skilmálanna er óháð röðun þeirra.

Áhugasamir aðilar vinsamlegast skilið inn umsókn á netfangið ardis@hornafjordur.is eigi síðar en kl. 23:59 þann 2. apríl 2023. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er á grunni greinargerðar eða hafna öllum.

Allar nánari upplýsingar veitir Árdís í síma 470-8000 eða tölvupósti ardis@hornafjordur.is

Bæjarráð Hornafjarðar