Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir til sölu skólplagnir
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir til sölu skólplagnir af gerðinni PEH ø900 (PE 100, SDR 26).
Um er að ræða 29 stk. af 12 m rörum, samtals 348m. Búið er að tengja lagnirnar saman í fjóra lengri hluta.
Lagnirnar voru keyptar árið 2015/16 og síðan þá hafa verið staðsettar í Óslandi á Höfn þar sem hægt er að skoða þær. Sveitarfélagið hvetur áhugasama til að skoða ástand lagnanna vel áður en tilboð séu gerð.
Tilboðsfrestur er til 13. júní kl.15:00
Tilboðin skulu berast í lokuðum umslögum til afgreiðslu ráðhússins Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn eigi síðar en kl. 15:00 þann 13 júní næstkomandi. Þar sem lagnir verða seldar saman en ekki í pörtum, skulu tilboð miða við heildarmagn, þ.e. 348m.
Athygli er vakin að kaupandi skal sjálfur sjá um sögun og flutning lagnanna.
Opnun tilboða mun fara fram í fundarsali ráðhússins sveitarfélagsins þann 14.júní næstkomandi kl. 12:00 og er tilboðsgjöfum velkomið að vera viðstaðir.
Sveitarfélagið áskilir sér rétt til að hafna öllum tilboðum.