Ertu með hús eða íbúð fyrir flóttafólk frá Úkraínu?

9.3.2022

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskaði eftir á fundi sínum þann 8. mars eftir greiningu á innviðum í sveitarfélaginu með tilliti til móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Fjölmenningasetur heldur utan um skráningu húsnæðis sem boðið verður flóttafólki. Sveitarfélagið hvetur íbúa, fyrirtæki eða félagasamtökum til að skrá mögulegt húsnæði á miðlægan vef Fjölmenningarseturs til að auðvelda íslenskum stjórnvöldum undirbúning móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Skráning er nú alfarið á heimasíðu Fjölmenningarseturs og slóðin er að finna hér.

Til að einfalda allt utanumhald er best að skráning sé öll á einum stað, í kjölfarið verður vonandi haft samband við viðkomandi sveitarfélög vegna móttöku flóttamanna.