Tæming rotþróa í Suðursveit og Öræfum

5.6.2023

Tæming rotþróa hefst í Suðursveit og í Öræfum dagana 5. - 9. júní.

Hreinsitækni ehf. sér um skipulagða tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu en tæmingar hefjast dagana 5. - 9. júní. Sveitarfélaginu er skipt upp í þrjú svæði og verða rotþrær í Suðursveit og í Öræfum tæmdar í ár.

Mikilvægt er að tryggja gott aðgengi að rotþrónum svo hægt sé að tæma þær. Ef hlið eru læst, aðgengi lélegt eða rotþrærnar ill sjáanlegar skal hafa samband við Ágúst hjá Hreinsitækni í síma 863-1508 svo unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Tæming þessi á aðeins við um rotþrær íbúðar-, sumar- eða frístundahúsa en fyrirtæki semja sjálf við þjónustuaðila um tæmingar, hvort sem um ræðir hreinsistöðvar, rotþrær eða holræsahreinsun.

Hreinsitækni ehf. notar svokallað KSA kerfi til tæmingar á rotþróm með úrvötnun á seyru. Kerfið byggist á því að innihaldi rotþróa er dælt í bílinn, þar sem seyran er aðskilin frá vatninu og því dælt aftur í þrærnar. Með þessari aðgerð er búið að minnka til muna það efnismagn sem keyra þarf í burtu frá hverjum stað, ásamt því að rotnunargerillinn helst lifandi í rotþrónni. Seyran er síðan flutt í þar til gerða gryfju og mætti nýta t.d. með því að blanda hana með kalki og nýta sem áburð.
KSA kerfið er fljótlegt og með því má skapa vistvæn verðmæti sem er hennar helsti kostur.