Taktu þátt í að móta umhverfis – og auðlindastefnu Suðurlands

24.8.2018

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga boða til opinna samráðsfunda fyrir alla áhugasama, nú í upphafi vinnu við mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum samtakanna.

Viðfangsefni fundanna er að greina helstu tækifæri og álitamál á sviði umhverfis- og auðlindamála. Einnig verða kynnt áhugaverð fordæmi í þessum
efnum.

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

  • Höfn í Hornafirði, 29. ágúst, kl. 16:00 – 18:00. Nýheimar – kaffiveitingar.

  • Hveragerði, 4. september, kl. 12:00 – 14:00. Hótel Örk – súpufundur.

  • Vík, 5. september, kl. 11:00 – 13:00. Hótel Vík – súpufundur.

  • Flúðum, 5. september, kl. 16:00 – 18:00. Hótel Flúðir – kaffiveitingar.

  • Hvolsvelli, 11. september, kl. 16:00 -18:00. Félagsheimilinu Hvoli – kaffiveitingar.

  • Vestmannaeyjum, 12. september, kl. 11:30 – 13:30. Þekkingarsetri Vestmannaeyja – súpufundur.

  • Kirkjubæjarklaustri, 12. september, kl. 20:00 – 22:00. Félagsheimilið Kirkjuhvoll – kaffiveitingar.

Nánari upplýsingar má sjá á vef SASS: sass.is/umhverfisogaudlindastefna. Þar er einnig skráning á fundina.