Þjónusta í ráðhúsi

18.1.2022

Afgreiðsla í ráðhúsi sveitarfélagsins er opin. Lokað er fyrir aðgang á efri hæðir í ráðhúsi nema með því að bóka viðtal fyrirfram í síma 470 8000 eða senda tölvupóst á afgreidsla@hornafjordur.is eða á viðkomandi starfsmann.

Vegna sóttvarnarreglna er mikilvægt að íbúar bóki tíma fyrirfram ef þörf krefur þar sem starfsmönnum í ráðhúsi er skipt upp í sóttvarnarhólf vegna fjöldatakmarkana. Grímuskylda er í húsinu. 

Svavarssafn er opið en þar eru 10 manna fjöldatakmörk og grímuskylda.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri.