Rafrænt Þorrablót sunnlendinga

4.2.2021

Þorrablót Sunnlendinga verður haldið í beinu streymi heim í stofu 6. febrúar nk. með glæsilegri dagskrá. 

Þorrablótið verður fyrir Suðurlandið eins og það leggur sig, allt frá Ölfusi að Hornafirði og mun meira að segja teygja sig til Sunnlendinga sem staddir eru úti um allan heim. ,,Stærsta þorrablót Íslandssögunnar,“ sagði Guðni Ágústsson, erkisunnlendingur, en hann verður einmitt ræðumaður á hátíðinni. 

Dagskráin er vegleg, en meðal listamanna sem koma fram verða, Ólafía Hrönn, Sóli Hólm, Pétur Örn, Unnur Birna, Dísa Geirs, Grétar í Áshól ásamt fleiri glæsilegum atriðum. Þetta er hluti af því fólki sem mun koma að streyminu. Til að svona stór og glæsileg hátíð geti átt sér stað í beinu streymi þarf mannskap og besta mögulegan búnað; hljóðmenn, myndatökumenn, sviðsstjóra, myndavélar, hljóðgræjur o.s.frv. Aðstandendur þorrablótsins bjóða sunnlendingum að styrkja þorrablótið í formi miðakaupa (fjár) – ekki súru, söltuðu eða höngnu.

Þess ber að geta að íþróttafélög hvers þorps fyrir sig munu selja þorrabakka frá SS og rennur sá ágóði beint inn í félögin. Einnig er ákveðið samstarf með veitingahúsum hverrar sýslu sem býður uppá glæsilegan tilbúinn mat eða óeldaða mataröskju.

Með fyrirfram þorraþökkum og rafrænum hangikossum!

viðburðinn má nálgast á fésbókinni á slóðina https://www.facebook.com/events/1336777976676525