Breyting á þjónustu í deifbýli

14.4.2020

Frá og með 15. apríl 2020 tekur sorpþjónusta í dreifbýli Sveitarfélagsins Hornafjarðar breytingum. Timbur og brotajárnsgámar sem staðsettir hafa verið í Lóni, Nesjum, á Mýrum og í Suðursveit verða fjarlægðir og önnur þjónusta tekur við.

Með fyrirhuguðum breytingum er verið að jafna þjónustustig fyrir íbúa sveitarfélagsins, auk þess hefur umgengni um gámana verið ábótavant.

Þjónustan verður sem hér segir:

Einu sinni á ári á hvert lögbýli sveitafélagsins rétt á að fá timbur og brotajárnsgám til sín. Sveitarfélagið greiðir fyrir flutninginn en lögbýlið greiðir leigu fyrir þá daga sem gámurinn stendur við lögbýlið, auk þess greiðir það samkvæmt gjaldskrá söfnunarstöðvar. Hægt er að nýta klippikort endurvinnslusvæðisins sem gildir fyrir fjóra rúmmetra og með því draga úr kostnaði. Panta skal gáminn í síma 470-8000 eða afgreidsla@hornafjordur.is. Gefa skal upp nafn, heimilisfang og tímasetningu sem hentar fyrir móttöku á gám.

Af gefnu tilefni er vert að minna á að þjónustan sem hér hefur verið nefnd er einungis ætluð lögbýlum en ekki rekstraraðilum. Vinsamlegast virðið það. Þjónustuaðili mun fylgjast með því að einungis lögbýli nýti sér fyrrnefnda þjónustu. Þjónustuaðili fylgist með hverskyns sorpið er og tilkynnir til sveitarfélagsins, eftir því verður rukkað. Sé sorpið óflokkað er rukkað tímagjald fyrir þá vinnu sem fer í flokkunina samkvæmt gjaldskrá söfnunarstöðvar.

Önnur sorpþjónusta

  • Spilliefni verða sótt tvisvar á ári. Vikuna 24. – 28. febrúar og 26.-30. nóvember 2020. Upplýsingar um fyrirkomulag verða gefnar út þegar nær dregur.
  • Hreinsivika verður 20.-24. apríl 2020, en þá verður brotajárn sótt. Hafa skal samband við Skúla í síma: 470-8027 fyrir kl 12:00, 17. apríl sé óskað eftir slíkri þjónustu.
  • Íslenska Gámafélagið sækir rúlluplast. Hafa skal samband við Einar, verkstjóra ÍGF á Höfn í síma 840-5710 sé óskað eftir slíkri þjónustu.
  • Hirðing á endurvinnslu kari hefur verið aukin um tvær hirðingar á ári, úr sex í átta. Sjá fyrirkomulag í sorphirðudagatalinu.
  • Íbúum í dreifbýli býðst að fá til sín moltutunnu sem kemur í stað lífrænu tunnunnar í þéttbýli. Með moltu tunnunni geta íbúar sjálfir jarðgert lífrænan eldhúsúrgang. Sé óskað eftir slíkri tunnu skal hafa samband við afgreiðslu ráðhúss í síma 470-8000 eða í afgreidsla@hornafjordur.is.
  • Öll heimili eiga, árlega, rétt á einu klippikorti fyrir endurvinnslusvæðið á Höfn. Nálgast má kortið í afgreiðslu ráðhúss á opnunartíma.
  • Opnunartímar endurvinnslusvæðisins á Höfn eru: Mánudaga: 13:00-17:00, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga: 15:30-17:30 og laugardaga: 11-15. Lokað: föstudaga og sunnudaga.

 

Starfsfólk Sveitarfélagsins Hornafjarðar