Tilkynning frá yfirkjörstjórn

28.11.2024

Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hvetur íbúa til að kjósa utankjörfundar í ljósi slæmrar veðurspár á kjördag, þann 30. nóvember næstkomandi. 

Hægt er að kjósa hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að Hafnarbraut 36 á Höfn.

Afgreiðslutími utankjörfundaratkvæðagreiðslu er sem hér segir:

  • 28. – 29. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
  • Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00

Nánari upplýsingar um utankjörfundarkosningu á vef Ísland.is

Yfirkjörstjórn:

Vignir Júlíusson
Kristján Sigurður Guðnason
Hjördís Skírnisdóttir