Tilkynning frá slökkviliðsstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Vegna þurrka undafarnar vikur hefur verið tekin sú ákvörðun um að banna meðferð opins elds þar til veðurfar breytist.
Nauðsynlegt er að grípa til þessarar ráðstöfunar þar sem mikil eldhætta hefur myndast vegna mikilla þurrka á gróðri.
Bannið er í samræmi við 26.gr. reglugerðar nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.
Afturköllun leyfa.
Sýslumanni er heimilt að afturkalla leyfi sem veitt eru skv. áðurnefndri reglugerð þessari ef skilyrðum er ekki fylgt eftir eða ef upp koma þær aðstæður að hætta er talin á gróðureldum.
Slökkviliðsstjóri getur afturkallað leyfðar sinubrennur, eða að kveikt sé í bálkesti og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjávert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum.
Bann þetta tekur gildi 19.maí 2021 kl 18:00 og á við um allt sveitarfélagið.
Slökkviliðsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar