Tilkynning um fyrirhugaða undirskriftasöfnun vegna "þéttingar byggðar í Innbæ".

6.7.2021

Bæjarstjórn samþykkti beiðni um að heimila undirskriftasöfnun um samþykkt bæjarstjórnar um breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í innbæ á Höfn.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. júní sl. að heimila undirskriftasöfnun um að samþykkt bæjarstjórnar um breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í Innbæ á Höfn verði sett í íbúakosningu. Undirskriftasöfnunin skal hefjast 13. júlí næstkomandi og ljúka eigi síðar en fjórum vikum frá því hún hefst, eða 9. ágúst skv. 4. gr. reglugerðar um undirskriftasafnanir vegna almennra atkævðagreiðslna skv. sveitarstjórnarlögum. Ábyrgðaraðli felur Þjóðskrá Íslands að sjá um rafræna söfnun undirskrifta en einnig verður undirskriftum safnað á hefðbundin hátt. Þjóðskrá Íslands leggur til vettvang sem felur m.a. í sér vefsvæði, auðkenningu, uppflettingu í þjóðskrá, skráningu undirskrifta og talningu.

 Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar eru: Ari Jónsson, Sveinbjörg Jónsdóttir og Kolbrún Garðarsdóttir.