• Sveitarfélagið Hornafjörður

Tilkynning vegna brunna á opnum svæðum

10.10.2024

Kæru íbúar

Í tengslum við frétt sem var birt í fjölmiðlum í gær viljum við hvetja ykkur til að senda ábendingar um búnað á opnum svæðum á netfangið afgreidsla@hornafjordur.is

Okkur þykir vænt um öryggi íbúa, þess vegna eru allar ábendingar vel þegnar og teknar til skoðunar.

Eftir að samband var haft við okkur fyrr í sumar, vegna brunns við Víkurbraut 26, var brugðist hratt við. Brunnur var lækkaður og skipt var um lok.

Þessi tiltekni brunnur er ekki innan umferðarleiðar og er ekki reiknað með að lokið þurfi að vera sömu gerðar og lok á götum, enda engin bílaumferð sem liggur yfir brunninn.

Þvermál loka sem við notum er alltaf stærri en þvermál brunna og því er engin hætta á að lokin myndu detta inn í þá. Það eru sérstakar prófílar undir lokum sem gera það að verkum að ekki er hægt að færa þau til hliðar, eina leiðin til þess að komast ofan í brunna er að lyfta lokum, en vinsamlegast látið það ógert.

Það eru fleiri aðilar sem eru með brunna í sveitarfélaginu, ef þið tekið eftir að frágangi eða öryggi er einhversstaðar ábótavant, ekki hika að hafa samband við okkur og við komum ábendingum til skila.

Kær kveðja
Starfsfólk mannvirkjasviðs