• UmhvKudungur2023HTisl

Tilnefningar til Kuðungsins

13.3.2024

Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt að tilnefna Skinney-Þinganes og Glacier Adventure til Kuðungsins

Umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur samþykkt að tilnefna til Kuðungsins fyrirtækin Skinney Þinganes í flokki stærri fyrirtækja fyrir margskonar verkefni i þágu umhverfisins og minni kolefnislosunar og Glacier Adventure í flokki minni fyrirtækja fyrir einstaka hugsun og breytingar á starfsemi sinni í þágu umhverfisins.

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála og er hún veitt árlega af Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu.

Áhugasamir geta kynnt sér greinargerðir Umhverfis- og skipulagsnefndar sem fylgdu með tilnefningunum hér að neðan.

Skinney-Þinganes greinargerð

Glacier Adventure greinargerð