Tölfræði varðandi erlenda íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði

5.6.2024

Miðað við tölur sem teknar voru saman 30. maí sl., er fjöldi íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði 2650 manns. 1851 manns búa í póstnúmerinu 780, 527 manns í póstnúmerinu 781 og 272 í póstnúmerinu 785. Af heildartölu íbúa í sveitarfélaginu, eru 836 einstaklingar með erlent ríkisfang sem gera 31,5% íbúa, en prósenta þessi er virkilega breytileg eftir póstnúmerum. Í póstnúmerinu 780 eru íbúar með erlent ríkisfang 23,5% heildarfjölda, í 781 er talan töluvert hærri, 38,9% og í 785 er prósenta fólks með erlent ríkisfang 71,7%.

Fólk frá Póllandi er fjölmennasti hópurinn í öllum þremur póstnúmerum sveitarfélagsins og búa nú 261 manns hér með pólskt ríkisfang. Rúmenar eru næstfjölmennastir í bæði 781 og 785, en í 780 er það fólk með króatískt ríkisfang.

Í Sveitarfélaginu Hornafirði býr fólk frá 46 löndum og frá öllum heimsálfum (nema Suðurskautslandi blessunarlega) sem er dýrmætt fyrir sveitarfélagið í ljósi þess að fjölbreytileikinn býður upp á meiri möguleika til uppbyggingar.

Anna Birna Elvarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar- og gæðamála, tók tölfræðina saman.

Fólk Sveitarfélagið allt Póstnúmerið 780 Póstnúmerið 781 Póstnúmerið 785
Íslensk ríkisföng 1814 1415 322 77
Erlend ríkisföng 836 436 205 195
Samtals 2650 1851 527 272
% Ísl. Ríkisföng 68,45% 76,45% 61,10% 28,31%
% Erl. Ríkisföng 31,55% 23,55% 38,90% 71,69%