Tómstundafulltrúi
Óskar Bragi Stefánsson hefur verið ráðinn tómstundafulltrúi sveitarfélagsins, áætlað er að hann komi til starfa í kring um 20. október og mun starfsemi Þrykkjunnar fara af stað fljótlega í kjölfarið.
Eins og foreldrar barna og ungmenna í Sveitarfélaginu hafa orðið varir við hefur ekki tekist að ráða í starf tómstundafulltrúa í stað Dagbjartar Kiesel sem sinnt hefur því starfi síðast liðin tvö ár. Félagsmiðstöðin Þrykkjan hefur því verið lokuð síðan í vor að því undanskildu að Sunna Guðmundsdóttir fór af stað í síðasta mánuði með hópastarf um fatahönnun í tengslum við hönnunarkeppnina Stíl.
En nú hillir undir að starfsemi Þrykkjunnar og annað ungmennastarf geti farið af stað því verið er að ganga frá ráðningu nýs tómstundafulltrúa. Nafn hans er Óskar Bragi Stefánsson og er áætlað að hann komi til starfa í kringum 20. október þegar hann er laus úr örðum verkefnum. Starfsemi Þrykkjunnar fer síðan af stað fljótlega í kjölfarið