• Sorptunnur-teikning

Tryggið öryggi sorptunna og rusls

3.12.2024

Með komu vetrarins verða vindasamir dagar tíðari. Við minnum öll heimili og fyrirtæki á að það er ykkar ábyrgð að tryggja að ruslatunnur séu vel lokaðar og úrgangur fjúki ekki burt. 

Gætið þess að allt sorp sé vel lokað í ruslatunnum og að ruslatunnur séu varðar fyrir veðri og vindum. Munið að laust rusl á aldrei að vera skilið eftir utandyra ef það kemst ekki í tunnuna. 

Vinnum saman að því að halda bænum okkar hreinum og öruggum!