Ný Covid smit á Höfn
Ný smit hafa greinst á Höfn síðstu daga og verður Grunnskólinn lokaður á morgun.
Covid smit eru orðin tvö í samfélaginu á Höfn, annað þeirra er smit hjá kennara í grunnskólanum. Grunnskóli Hornafjarðar verður því lokaður á morgun meðan vinna stendur yfir við að finna þá sem þurfa að fara í sóttkví.
Til þess að gæta fyllsta öryggis og varúðar eru foreldrar vinsamlega beðinir að hafa börn sín heima í úrvinnslúsóttkví, sem er allt að tveir dagar á meðan unnið er að frekari smitrakningu í grunnskólanum. Þeir sem eru í útvinnslusóttkví skulu fara að sömu tilmælum og þeir sem eru í heimasóttkví .
Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir, þeir sem koma að þessum málum eiga mögulega eftir að fá frekari tilmæli frá smitrakningarteyminu fljótlega.