Umhverfis- og loftslagsstefna Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur sett sér metnaðarfulla umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir árin 2022 – 2030 og var hún samþykkt í bæjarstjórn þann 7. apríl.
Hlutverk stefnunnar er að tryggja góð lífsgæði íbúa og innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hjá sveitarfélaginu.
Áhersla er lögð á fjölbreytta og góða þjónustu, blómstrandi mannlíf, skilvirkan og ábyrgan rekstur ásamt öflugu atvinnulífi sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.
Nú þegar er hafin vinna við að uppfylla þau metnaðarfullu markmið sem fram koma í stefnunni s.s. með því að:
- skoða kolefnisfótspor sveitarfélagsins og aðgerðir til að minnka það.
- vinna að umhverfisvottun nýrrar byggingar líkamsræktarhúss.
- undirbúa stofnanir sveitarfélagsins til að taka þátt í Grænum skrefum.
- skoða leiðir í sorpmálum sem stuðla að hringrásarhagkerfi.
Sveitarfélagið verður með árlega eftirfylgni með stefnumarkandi áætlunum og tengdum aðgerðaráætlunum og setur fram mælikvarða og leiðir til að safna og birta gögn.
Umhverfis- og loftslagsstefnu Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2022 - 2030 má nálgast hér.
| | | |
| | | |
|