Umhverfisviðurkenningar 2021

9.8.2021

Umhverfis-og skipulagsnefnd auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar 2021.

Auglýst er eftir tilnefningum á einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum, fyrirtækjum, lóðum og lögbýlum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem hafa með athöfnum sínum verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúruna og umhverfið að eðlilegum þætti í hversdagslífi sínu, starfi og rekstri eða hafa á annan hátt lagt mikið af mörkum til verndunar á náttúru og umhverfi.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til 22. ágúst, þeim skal skila í afgreiðslu ráðhússins við Hafnarbraut 27 eða á netfangið anna@hornafjordur.is

Fyrir hönd umhverfis- og skipulagsnefndar

Anna Ragnarsdóttir Pedersen

umhverfisfulltrúi