Umhverfisviðurkenningar 2023
Umhverfis-og skipulagsnefnd auglýsir á ný eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2023.
Auglýst
er eftir tilnefningum á einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum, fyrirtækjum,
lóðum eða lögbýlum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem hafa með athöfnum sínum
verið til fyrirmyndar og gert umgengni við náttúruna og umhverfið að eðlilegum
þætti í hversdagslífi sínu eða hafa á annan hátt lagt sitt af mörkum til
verndunar á náttúru og umhverfi.
Frestur
til að skila inn tilnefningum er til 19. febrúar.
Hægt er að senda tilnefningar á netfangið skipulag@hornafjordur.is eða í
afgreiðslu ráðhússins við Hafnarbraut 27.
Brynja
Dögg Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsstjóri