Umræðuþáttur unga fólksins um Covid-19

6.4.2020

Á morgun er COVID-19 umræðuþáttur unga fólksins á dagskrá RÚV kl. 19:35. Umsjónarmenn þáttarins verða hvorki meira né minna en Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson verkefnastjóri UngRúv

Samfés er búið að senda þeim upplýsingar, spurningar og myndbönd frá fulltrúum Ungmennaráðs Samfés.

Börn og ungmenni eru hvött til að senda inn spurningar sem brenna á þeim. Gestir þáttarins verða Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Senda inn fyrirspurn í þáttinn smella hér. Umræðuþáttur um COVID-19 fyrir börn og ungmenni.