Umsóknarfrestur vegna styrkumsókna nefnda framlengdur til 19. desember

13.12.2024

Umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki nefnda hefur verið framlengdur til 19. desember næstkomandi.

Hægt er að senda styrkumsókn til bæjarráðs, atvinnu- og menningarmálanefndar og fræðslu og frístundarnefndar.

Sjá reglur um úthlutun atvinnu- og menningarmálanefndar, hér: Reglur-um-uthlutun-rekstrar-og-verkefnastyrkja-atvinnu-1-.pdf

Sjá reglur um úthlutun fræðslu- og frístundarnefndar hér: Reglur-um-uthlutun-styrkja-fraedslu-og-fristundanefndar.pdf

Styrkumsókn þarf að fylgja greinargerð eða ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, og upplýsingar um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári.

Styrkumsóknir eru aðgengilegar á íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is, þar er hægt að fylla út eyðublöð og hlaða inn viðhengjum með umsókn.

Við hvetjum öll sem eiga erindi að kynna sér styrkina og senda inn umsókn.