Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknarsjóðs 20211. des. 2020

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknarsjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna.

Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnumálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum.

Nánari upplýsingar eru veittar í ráðhúsi, Hafnarbraut 27 Höfn eða hér á heimasíðunni undir stjórnsýsla/reglur.

Umsóknir eru aðgengilegar á íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is, þar er hægt að fylla út eyðublöð og hlaða inn viðhengjum með umsókn.

Umsóknarfrestur er til 11. janúar 2021.

Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.