Umsóknir um styrki Atvinnu- og rannsóknasjóðs 2025

12.12.2024

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar auglýsir eftir umsóknum í atvinnu- og rannsóknasjóð Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem efla byggð eða atvinnu í sveitarfélaginu án þess að skekkja samkeppnisstöðu starfandi fyrirtækja á svæðinu. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og rannsókna.

Þeir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu og hafa þar fasta búsetu geta sótt um styrki til sjóðsins. Atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar hefur umsjón með sjóðnum.

Reglur sjóðsins má finna hér: Reglur-fyrir-atvinnu--og-rannsoknarsjod.pdf

Matsrammi fyrir atvinnuhluta sjóðsins má finna hér: Matsblað vegna styrkveitingar úr Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Matsrammi fyrir rannsóknahluta sjóðsins má finna hér: Matsblað vegna styrkveitingar úr Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Umsóknir eru aðgengilegar á íbúagátt sveitarfélagsins http://ibuagatt.hornafjordur.is, þar er hægt að fylla út eyðublöð og hlaða inn viðhengjum með umsókn.

Umsóknarfrestur er til 13. janúar 2025.