• 458371810_1910795949414637_9087131850804765149_n

Ungmennaráð Hornafjarðar

27.9.2024

Fræðsludagur Ungmennaráðs

13. september fór fram fræðsludagur Ungmennaráðs á Heppu. Þangað var mættur Bjartur Guðmundssin með erindi um Óstöðvandi unga Hornfirðinga í topp tilfinningalegu ástandi.

Nemendafélögum og Þrykkjuráði var boðið að taka þátt. Síðan ræddu ungmenni sín á milli um drauma verkefni ráðanna og félaganna og hvar sé hægt að efla hvort annað með samvinnu.

458756163_843979134470028_2261559925376788895_n

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðheilsa

Um helgina 20.-22. september skruppu þrír fulltrúar ungmennaráðs Hornafjarðar alla leið á Reyki í Hrútafirði og tóku þátt í ungmenna ráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa. Þangað voru mætt um 100 ungmenni frá öllu landinu. Dagskráin var þétt og fjölbreytt. Hópefli, leikir, spjall, málstofur, fyrirlestrar, sundlaugapartý, varðeldur, gítarspil, karókí og samtöl við áhrifafólk og þingmenn.

Ráðstefnan var á vegum UMFÍ og er það ungmennaráð UMFÍ sem stóð að skipulagningu og utanumhald. Vel heppnaður viðburður sem valdeflir ungmenni og styrkir tengslanet þeirra um allt land.

460006610_1252752755855026_5980285112368364463_n455784896_1669625900248886_8891722754262878009_n458506495_8421715997889181_2419655457302692746_n