• Ungmennarad_1725635602690

Ungmennaráð Hornafjarðar 2024-2025

6.9.2024

Kosningar fóru fram á dögunum í framhaldsskólanum og grunnskólanum um fulltrúa í ungmennaráð Hornafjarðar 2024 – 2025.                                          Niðurstöður kosninga liggja nú fyrir og í ráðinu sitja eftirfarandi:

  • Fyrir hönd grunnskólans eru Stefán Birgir Bjarnason, Sindri Sigurjón Einarsson og Adam Bjarni Jónsson.
  • Fyrir hönd nemenda FAS eru Berglind Stefánsdóttir, Sigurður Gunnlaugsson og Emilía Alís Karlsdóttir .
  • Ungmennafélagið Sindri hefur útnefnt Smára Óliver sem sinn fulltrúa.
  •  Fulltrúi Þykkjunnar er Ísold Andrea Andrésdóttir.
  • Fulltrúar úr atvinnulífinu eru Dagmar Lilja Óskarsdóttir og Selma Ýr Ívarsdóttir.

Ungmennaráðið mun funda einu sinni í mánuði í allan vetur og eiga fulltrúr rétt á áheyrnarfulltrúum í fastanefndir sveitarfélagsins.
Fyrsti fundur ungmennaráðs verður mánudaginn 9. september kl. 16:30 í ráðhúsinu og eru mörg mál á dagskrá.

Nýtt ungmennaráð er boðið hjartanlega velkomið til starfa hjá sveitarfélaginu.