Ungmennaráð tekið til starfa
Ungmennaráð Hornafjarðar 2022-2023 er nú tekið til starfar. Það er sett saman af ungmennum á aldrinum 13 ára – 24 ára, fulltrúum frá FAS, GH, Þrykkjunni , umf. Sindra og fulltrúum frá atvinnulífinu.
Ungmennaráð Hornafjarðar 2022-2023 er nú tekið til starfar. Það er sett saman af ungmennum á aldrinum 13 ára – 24 ára, fulltrúum frá FAS, GH, Þrykkjunni , umf. Sindra og fulltrúum frá atvinnulífinu.
Ráðið fundar einu sinni í mánuði auk þess sem stefnt er að skemmtilegum verkefnum í með íbúum Hornafjarðar.
Ungmennráð hefur skipað áheyrnarfulltrúa í fastanefndir sveitarfélagsins og önnur ráð. Fulltrúar eru með miklar skoðanir á því hvernig reka á sveitarfélagið og munu þeir láta rödd sýna heyrast þennan veturinn.
Á myndinni frá hægri: Selma Ýr Ívarsdóttir formaður ungmennaráðs, Sigursteinn Ingvar Traustason, Hekla Natalía Sigurðardóttir, Erlendur Rafnkell Svansson, Patrekur Ingólfsson, Birta Ósk Sigurbjörnsdóttir, Stefán Birgir Bjarnason, Berglind Stefánsdóttir og Tómas Nói Hauksson varaformaður. Á myndina vantar Magna Snæ Imsland Grétarsson.