Upp hefur komið smit á Hornafirði21. ág. 2020

Upp hefur komið smit á Hornafirði, greinist hjá einstakling sem var nú þegar í sóttkví og því er engin hætta á útbreiðslu smits.

 Þess ber að geta að einstaklingurinn fór eftir öllum settum reglum og er nánast einkennalaus og vonum við að viðkomandi nái skjótum bata.

Það er mikilvægt að standa nú saman sem samfélag í kringum þá sem eru svo óheppnir að smitast af kórónaveirunni því það er hrein óheppni að lenda í því. Nokkrir einstaklingar eru einnig í sóttkví í sveitarfélaginu sem tengist ekki eingöngu þessu smiti heldur smitum frá öðrum landshlutum. Fólk er á ferðinni um allt land og því áríðandi að fólk hugi vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virði sóttvarnarreglur sem yfirvöld setja. Það er mikilvægt að íbúar upplifi ekki skömm yfir því að smitast af COVID-19 en það getur leitt til þess að íbúar treysta sér ekki til að leita til læknis ef það grunar að það sé smitað. Leitum til heilsugæslunnar ef grunur er um smit þó einkenni séu væg. Munum að við erum öll almannavarnir og við erum hluti af okkar frábæra samfélagi sem hugsar vel um náungann. Tökum þetta með okkur inn í helgina sem verður vonandi sólrík.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri