• Sveitarfélagið Hornafjörður

Úrslit íbúakosningar ljós

10.7.2023

Úrslit íbúakosningar um aðal- og deiliskipulag þéttingu byggðar innbæ eru ljós. Meirihluti kjósenda sagði já og vill að aðal- og deiliskipulag um þéttingu byggðar haldi gildi sínu.

Íbúakosning um aðal- og deiliskipulag þétting byggðar Innbæ stóð yfir frá 19. júní - 10. júlí. Alls voru 1.843 á kjörskrá og greiddu 392 atkvæði eða 21,27%.

Spurning á kjörseðli var eftirfarandi:

Samþykkir þú að breyting á aðal- og deiliskipulagi um þéttingu byggðar í Innbæ Hafnar haldi gildi sínu? Já/Nei.

Niðurstaða kosnignarinnar er eftirfarandi,  52% sögðu já eða 204,  47% sögðu nei eða 184, 1% auðir seðlar og ógildir eða 4.