Úrslit kosninga
Úrslit kosninga í Sveitarfélaginu Hornafirði eru eftirfarandi, B-Listi Framsóknarflokksins, 55,67%, D-Listi Sjálfstæðisflokksins 29,70% og E-Listi 3 Framboðsins 14,63%.
Á kjörskrá voru 1.557, atkvæði greiddu 1.224 eða 78,61%. Kjörsókn er tveimur prósentustigum betri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn fékk meirihltua í bæjarstjórn 4 menn bættu við sig einum manni, Sjálfstæðismenn fengu 2 menn eins og í síðustu kosningum og 3. Framboðið einn mann, missti einn mann.
- Ásgerður Kristín Gylfadóttir (B)
- Björn Ingi Jónsson (D)
- Ásgrímur Ingólfsson (B)
- Erla Þórhallsdóttir (B)
- Guðbjörg Lára Sigurðardóttir (D)
- Sæmundur Helgason (E)
- Björgvin Óskar Sigurjónsson (B)