Úrslit skuggakosninga unga fólksins leiðrétt

28.5.2018

Þau leiðu mistök áttu sér stað að úrslit skuggakosninga unga fólksins voru ekki rétt, forrit sem stuðst var við gaf ekki upp rétta einstaklinga í bæjarstjórn.

Búið er að leiðrétta frétt sem send var út á laugardagskvöld þar sem kemur fram að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið 3 menn hvor, hið rétta er að Framsókn fékk fjóra menn og Sjálfstæðisflokkurinn 2 menn.

Því er ljóst að úrslit kosninga unga fólksins eru þau sömu og í almennu kosningunni en röð fulltrúa er önnur.  

Fréttin leiðrétt.

26.5.2018

Skuggakosning fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum, kosið var í öllum kördeildum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð sveitarfélagsins stóð fyrir kosningunni líkt og í síðustu forsetakosningum. 

Kosningin fór þannig; B- listi framsóknarflokksins 49,33% D- listi Sjálfstæðisflokksins 33,33% og E- listi 3 Framboðsins 17,33%. B listi 4 bæjarfulltrúar D listi 2 bæjarfulltrúar E listi 1 bæjarfulltrúiþ

Ágæt kosningaþátttaka var meðal ungafólksins eða 53,42% og virðist sem þau kjósi frekar á kjörstað samhliða foreldrum sínum miðað við þátttöku í skuggakosningum RUV í framhaldskólunum sem haldin var í framhaldskólum landsins.  146 voru á kjörskrá á aldrinum 13-17 ára. 

Bæjarfulltrúar ungmenna Hornafjarðar eru: 

  1.  Ásgerður K. Gylfadóttir 
  2. Björn Ingi Jónsson
  3. Sæmundur Helgason 
  4. Ásgrímur Ingólfsson 
  5. Guðbjörg Sigurðardóttir 
  6. Erla Þórhallsdóttir
  7. Björgvin Óslar Sigurjónsson